18. des. 2023

Beinir styrkir taka við af skattaívilnunum

Hvatar til orkuskipta í landssamgöngum verða með breyttu sniði frá og með næstu áramótum

Straumurinn er í Öskju 2023

Nýtt styrkjakerfi.

Á heimasíðu Stjórnarráðs Íslands segir að með breytingunum sem taka gildi um árámót er áhersla lögð á að styrkjakerfið sé einfalt, fyrirsjáanlegt, gagnsætt og að það tryggi réttlát umskipti.

Samkvæmt nýja kerfinu er styrkur vegna hreinorku fólksbíla sem kosta undir 10 m.kr. nú 900 þ.kr. árið 2024 og er styrkhlutfall vegna ódýrari bíla þar með hærra en dýrari bíla. Enginn styrkur verður greiddur vegna fólksbíla sem kosta meira en 10 m.kr. Styrkir vegna notaðra innfluttra bíla verða lægri og ná einungis til nýlegra bíla.

Í dag, 2023, er veittur VSK afsláttur vegna allra hreinorkubíla óháð verði, en með breytingunum fá allir hreinorkufólksbílar sem á annað borð fá styrk, bæði heimilisbílar og bílaleigubílar, sömu upphæð. Styrkir til atvinnubíla og hópferðabíla ráðast af stærð bíls.

Orkusjóður mun annast afgreiðslu styrkjanna. Auðvelt verður að sækja um styrki til fólksbílakaupa og verður það gert á mínum síðum á island.is. Gert er ráð fyrir að styrkumsóknir fái skjóta afgreiðslu þegar nýr hreinorkubíll hefur verið skráður á nýjan eiganda.

Nánar um styrki til orkuskipta