Ný hönnun, viðbótarþægindi og akstursaðstoðarkerfi ásamt auknu notagildi eru kjarni þess sem gerir bílana eftirsóknarverða
Mercedes-Benz Vans hefur gert miðlungsstóru línuna sína enn eftirsóknarverðari til einka- og atvinnunota með nýrri hönnun að utan og innan sem og meiri þægindum, öryggi og notagildi, sem er ekki síst vegna hugvitsamlegrar Plus-nettengingar.
Nýjar gerðir EQV, V-Class og V-Class Marco Polo, sem og eVito og Vito, eru mikilvægt skref í innleiðingu nýkynntrar endurhugsaðrar viðskiptaáætlunar. Markmiðið er að bjóða upp á eftirsóknarverða sendiferðabíla og þjónustu og vera leiðandi á sviði rafdrifins aksturs og stafrænnar upplifunar.
Til að koma til móts við ólíkar óskir og þarfir einstaklinga sem og atvinnurekenda vinnur Mercedes-Benz Vans í auknum mæli að sveigjanlegri stefnumótun. Lúxusáætlunin mun gilda fyrir sendiferðabíla í einkaeigu, þar á meðal EQV, V-Class og V-Class Marco Polo, sem og fyrir alla fólksbíla frá Mercedes-Benz. Á sama tíma vinnur Mercedes-Benz eftir markvissri notagildisstefnu fyrir sendiferðabíla til atvinnunota, þar á meðal eVito og Vito. Markmiðið er að hrinda þessari stefnubreytingu að fullu í framkvæmd þegar væntanlegt VAN.EA-byggingarlag fyrir sendiferðarafbíla verður kynnt til sögunnar frá og með árinu 2026. Nýju miðlungsstóru sendiferðabílarnir eru mikilvægur áfangi á þessari leið. Stefnt er að því að rúmlega 50 prósent seldra sendiferðabíla verðir rafknúnir árið 2030, hvort sem selt er til einstaklinga eða atvinnurekenda. Mercedes-Benz Vans býður nú þegar upp á rafknúna útfærslu af hverri gerð. Rúmlega 40.000 sendiferðarafbílar hafa nú þegar verið seldir og er vinsælasti bíllinn eVito.
„Við viljum bjóða eftirsóknarverðustu sendiferðabílana og þjónustuna og vera leiðandi á sviði rafknúinna samgangna, allt frá fjölnotabílum til húsbíla og sendiferðabíla. Nýju miðlungsstóru sendiferðabílarnir okkar eru enn eitt skrefið í átt að þessu markmiði. Aukinn lúxus EQV og V-Class og aukið notagildi eVito og Vito munu gera okkur kleift að leggja meiri áherslu á ábatasöm svæði og atvinnugreinar.“
Klaus Rehkugler, yfirmaður sölu- og markaðsdeildar Mercedes-Benz Vans.