8. ágúst 2023

Aukinn lúxus og virði fyrir bæði almennan og atvinnuakstur

Nýir EQV, V-Class og V-Class Marco Polo eru enn íburðarmeiri ásamt því að notagildi nýrra eVito og Vito hefur verið aukið

EQV, V-Class, Marco Polo, eVito og Vito

Ný hönnun, viðbótarþægindi og akstursaðstoðarkerfi ásamt auknu notagildi eru kjarni þess sem gerir bílana eftirsóknarverða

Mercedes-Benz Vans hefur gert miðlungsstóru línuna sína enn eftirsóknarverðari til einka- og atvinnunota með nýrri hönnun að utan og innan sem og meiri þægindum, öryggi og notagildi, sem er ekki síst vegna hugvitsamlegrar Plus-nettengingar.

Nýjar gerðir EQV, V-Class og V-Class Marco Polo, sem og eVito og Vito, eru mikilvægt skref í innleiðingu nýkynntrar endurhugsaðrar viðskiptaáætlunar. Markmiðið er að bjóða upp á eftirsóknarverða sendiferðabíla og þjónustu og vera leiðandi á sviði rafdrifins aksturs og stafrænnar upplifunar.

Til að koma til móts við ólíkar óskir og þarfir einstaklinga sem og atvinnurekenda vinnur Mercedes-Benz Vans í auknum mæli að sveigjanlegri stefnumótun. Lúxusáætlunin mun gilda fyrir sendiferðabíla í einkaeigu, þar á meðal EQV, V-Class og V-Class Marco Polo, sem og fyrir alla fólksbíla frá Mercedes-Benz. Á sama tíma vinnur Mercedes-Benz eftir markvissri notagildisstefnu fyrir sendiferðabíla til atvinnunota, þar á meðal eVito og Vito. Markmiðið er að hrinda þessari stefnubreytingu að fullu í framkvæmd þegar væntanlegt VAN.EA-byggingarlag fyrir sendiferðarafbíla verður kynnt til sögunnar frá og með árinu 2026. Nýju miðlungsstóru sendiferðabílarnir eru mikilvægur áfangi á þessari leið. Stefnt er að því að rúmlega 50 prósent seldra sendiferðabíla verðir rafknúnir árið 2030, hvort sem selt er til einstaklinga eða atvinnurekenda. Mercedes-Benz Vans býður nú þegar upp á rafknúna útfærslu af hverri gerð. Rúmlega 40.000 sendiferðarafbílar hafa nú þegar verið seldir og er vinsælasti bíllinn eVito.

„Við viljum bjóða eftirsóknarverðustu sendiferðabílana og þjónustuna og vera leiðandi á sviði rafknúinna samgangna, allt frá fjölnotabílum til húsbíla og sendiferðabíla. Nýju miðlungsstóru sendiferðabílarnir okkar eru enn eitt skrefið í átt að þessu markmiði. Aukinn lúxus EQV og V-Class og aukið notagildi eVito og Vito munu gera okkur kleift að leggja meiri áherslu á ábatasöm svæði og atvinnugreinar.“

Klaus Rehkugler, yfirmaður sölu- og markaðsdeildar Mercedes-Benz Vans.

Mercedes-Benz V-Class
Mercedes-Benz V-Class

Markvissar endurbætur á styrkleikum gerða

Fáar aðrar vörulínur Mercedes-Benz bjóða upp á jafn fjölbreyttar útfærslur og hafa jafn fjölbreyttan hóp viðskiptavina og miðlungsstóru sendiferðabílarnir. Hún inniheldur t.d. fjölnotabíla á borð við EQV og V-Class. Þar eru viðskiptavinir allt frá fjölskyldufólki og áhugafólki um útivist til frægs fólks og fólks í viðskiptalífinu. Þessi bílar eru sérstaklega vinsælir á Asíumarkaði, sem og í Evrópu.

Flottar gerðir EQV og V-Class eru í boði: Pure, Progressive og Power en auk þess verður Exclusive-lúxusútfærsla í boði fyrir V-Class. Vito og eVito verða í boði sem sendiferðabílar og í Tourer útfærslum og þremur búnaðarlínum, Basic, Business og Business Pro.

Þessar gerðir eru hugsaðar fyrir atvinnurekstur, allt frá iðnaðarmönnum í sjálfstæðum rekstri til rekstraraðila með bílaflota. Að auki tilheyrir Camper V-Class Marco Polo-húsbíllinn flokki miðlungsstórra sendibíla. Frá upphafi hafa allar þessar gerðir sameinað mikið notagildi og þægindi, ásamt vandaðri og einstakri hönnun. Þær bjóða auk þess allar upp á mikið pláss fyrir rekstraraðila, fjölskyldur eða útivistina. Allir þessir eiginleikar hafa verið endurbættir.

Mercedes-Benz Vans vill styrkja markaðsstöðu sína í flokki miðlungsstórra sendiferðabíla með því að gera bílana eftirsóknarverðari. Á næstu árum munu nýju bílarnir ekki aðeins vera tenging yfir í gagngera upplifun lúxus eða notagildis heldur einnig yfir í rafdrifna framtíð. Lykilatriðið í þessari framtíð er væntanlegt VAN.EA-byggingarlag. Það er sérstaklega þróað fyrir rafmagnsdrif og verður kynnt til sögunnar árið 2026. Í framtíðinni verður það notað fyrir alla nýja miðlungsstóra og stóra sendiferðabíla. Innleiðing VAN.EA-byggingarlagsins er einnig mikilvægur áfangi til að ná fram kolefnishlutleysi bílaflotans frá árinu 2039, sem er eitt mikilvægasta umbreytingarmarkmiðið í sjálfbærri viðskiptastefnu Mercedes-Benz AG.

Mercedes-Benz V-Class að innan
Aukin þægindi og lúxus í V-Class

Ný hönnun ytra byrðis skapar einkennandi útlit

Ein helsta nýjungin í nýju miðlungsstóru sendiferðabílunum með stjörnunni er nýtt útlit. Endurbætt hönnunin gefur EQV, V-Class og V-Class Marco Polo, sem og eVito og Vito, meira afgerandi og einstakara útlit í viðkomandi flokkum sambærilegra bíla. Ný hönnun framhluta einkennist af fallegu grilli með mismunandi formum og kraftalegum stuðara. Vito og eVito eru þannig nútímalegri og rennilegri. Grill EQV, V-Class og V-Class Marco Polo eru umlukin LED-lýsingu, sem ræðst af búnaði. EXCLUSIVE-útfærsla V-Class er einnig með upprétta Mercedes-stjörnu á vélarhlífinni, í fyrsta sinn. Glæsileg, stillanleg MULTIBEAM LED-aðalljósin, sem eru í boði sem staðalbúnaður eða sem aukabúnaður, allt eftir útbúnaðarlínu, gefa öllum gerðum stílhreinna yfirbragð. Að aftan skapa stuðarinn og ný hönnun LED-ljósa einstakt útlit. Útlínur afturljósanna eru dekktar. Þetta gefur afmarkaðri lýsingareinkenni. EQV, V-Class og V-Class Marco Polo eru einnig með nýjan krómlista með Mercedes-Benz-áletrun að aftan. Endurbætt útlitið er undirstrikað með nýjum léttum álfelgum með straumlínulagaðri hönnun, í 17, 18 og 19 tommum og fimm nýjum litum.

Ný hönnun ökumannsrýmis með hátæknilegu útliti og auknum þægindum

Ný hönnun innanrýmis er lokahnykkur útlitsuppfærslunnar. Áherslan er þar á stafvæðingu. Ökumannsrými nýju miðlungsstóru sendiferðabílanna frá Mercedes-Benz einkennist fyrst og fremst af endurhönnuðu mælaborði með snertiskjá, nýjum stílhreinum loftopum og nýrri kynslóð stýris með nemum sem greina þegar því er sleppt. Í fyrsta sinn eru EQV, V-Class og V-Class Marco Polo með tvo 12,3 tommu breiðskjái. Nútímaleg hátæknihönnun færir stílhreint yfirbragð og skynjað virði fjölnotabíla og húsbílaútfærslna upp á annað stig. Vito og eVito eru búnir 10,25 tommu miðlægum skjá sem er einfaldur í notkun og nýju mælaborði með 5,5 tommu litaskjá, sem hentar sérstaklega þörfum viðskiptavina í atvinnurekstri.

Þráðlaus hleðsla snjallsíma er í boði sem aukabúnaður fyrir nýjan miðstokkinn. Önnur ný þægindi, sem sum hver eru aukabúnaður, fela í sér lyklalausa gangsetningu, hita í stýri og nýja, deyfða lýsingu að aftan fyrir akstur á nóttunni. Stemningslýsingin í endurbættum fjölnotabílunum og V-Class Marco Polo er með 64 litum og býður þannig upp á enn persónulegra og heimilislegra andrúmsloft. Rennihurð er nú einnig staðalbúnaður á vinstri hlið V-Class og EQV til að auðvelda aðgengi að aftan. Rafdrifinn EASY-PACK-afturhleri er nú í fyrsta sinn í boði fyrir Vito Tourer sem og eVito Tourer til að auðvelda enn frekar fermingu og affermingu. Auk þess er rafstýrð handbremsa nú í öllum sjálfskiptum gerðum sem ætlaðar eru til atvinnurekstrar, allt eftir búnaði. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru varðandi nýjan búnað.

Mercedes-Benz V-Class mælaborð
Ökumannsrými nýju miðlungsstóru sendiferðabílanna einkennist fyrst og fremst af endurhönnuðu mælaborði með snertiskjá

Akstursaðstoðarkerfi: Enn betri stuðningur við allar aðstæður

Öryggis- og aðstoðarkerfi eru síðasta púslið í endurbótunum með viðbótarbúnaði og í sumum tilfellum enn þróaðri aðgerðum. Þannig felur sjálfvirk hemlunaraðstoð nú til dæmis í sér gatnamótaskynjara og getur auk þess varað við ökutækjum sem koma frá hlið eða á móti, varað við varhugaverðum framúrakstri, beitt hemlum í neyðartilvikum og veitt aðstoð þegar beygt er. Staðalbúnaðurinn er umfangsmikill:

  • V-Class, EQV og V-Class Marco Polo: Athyglisaðstoð, háljósaaðstoð með regnskynjara, sjálfvirk DISTRONIC-fjarlægðaraðstoð, sjálfvirk hemlunaraðstoð með umferðarskynjun, blindsvæðishjálp, sjálfvirkir LKA-akreinaskynjarar, snjallhraðastilling og bílastæðapakki.
  • Vito og eVito: Athyglisaðstoð, háljósaaðstoð með regnskynjara, hraðastillir, sjálfvirk hemlunaraðstoð með umferðarskynjun, blindsvæðishjálp, sjálfvirkir LKA-akreinaskynjarar, snjallhraðastilling og bakkmyndavél.

Stillanleg MULTIBEAM LED-aðalljós með aukinni háljósaaðstoð eru nú í boði í fyrsta sinn. Hvort ljós er með 84 LED-ljósum með aðskilinni stillingu og bjóða upp á einstaklega hraða og nákvæma stillingu aðalljósa eftir umferðaraðstæðum hverju sinni. Aukin háljósaaðstoð lýsir stöðugt upp veginn framundan án þess að blinda aðra vegfarendur.

Mercedes-Benz atvinnubílar á Íslandi
Mercedes-Benz eVito
100% rafmagnaður Mercedes-Benz eVito
Mercedes-Benz eVito mælaborð og skjár
Vito og eVito eru búnir 10,25 tommu miðlægum skjá sem er einfaldur í notkun og nýju mælaborði með 5,5 tommu litaskjá