23. júní 2021

Askja semur við Opin Kerfi um uppbyggingu og rekstur upplýsingatækniumhverfis

Bílaumboðið Askja hefur samið við Opin Kerfi um rekstur upplýsingatæknikerfa sinna í einkaskýjalausn. Samningurinn var undirritaður í höfuðstöðvum Öskju við Krókháls.

Askja semur við Opin Kerfi um uppbyggingu og rekstur upplýsingatækniumhverfis

Samhliða nýrri stefnu um stafræna framtíð Öskju hefur markvisst verið unnið að því að samhæfa alla ferla og kerfi fyrirtækisins.


Með samstarfssamningi við Opin kerfi munu fyrirtækin vinna saman að því að færa umhverfi upplýsingatækni fyrirtækisins yfir í form sem gefur möguleika á skalanleika grunninnviða sem þjónusta í einkaskýi gerir meðal annars. Samningur var undirritaður um kerfis-, net- og notendaþjónustu.

Kröfuharður viðskiptavinur

„Við hjá Opnum Kerfum erum mjög ánægð með að  jafn öflugt fyrirtæki og Askja hafi valið Opin Kerfi til að taka þátt í þessari umbreytingu fyrirtækisins til stafrænnar framtíðar. Askja gerir miklar kröfur þegar kemur að upplýsingatækniumhverfi þess og skiptir skilvirkur og áreiðanlegur rekstur þess fyrirtækið mjög miklu máli. Opin Kerfi leggur mikla áherslu á að hjálpa fyrirtækjum sem gera sér grein fyrir þeim miklu breytingum sem eru að verða á rekstraumhverfi fyrirtækja og leggur metnað sinn í að vinna náið með viðskiptavinum sínum. Þessi samningur staðfestir að við séum á réttri leið“.
Árni Jón Eggertsson, þjónustustjóri hjá Opnum Kerfum

Traustur samstarfsaðili

„Askja reiðir sig á að rekstur upplýsingatækniumhverfis fyrirtækisins sé hnökralaus og til þess fallið að styðja við nýja stafræna vegferð fyrirtækisins. Það er afar mikilvægt fyrir okkur að hafa traustan og öruggan samstarfsaðila til að sjá um rekstur okkar umhverfis. Við erum mjög ánægð með samstarfið við Opin Kerfi og höfum fulla trú á því að sérfræðingar þeirra munu veita okkur frammúrskarandi þjónustu“.
Víðir Ársælsson, forstöðumaður upplýsingatækni hjá Öskju

Um Öskju

Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia og Honda. Hjá fyrirtækinu starfa um 130 manns. Markmið Öskju er að bjóða framúrskarandi bifreiðar og veita þjónustu sem uppfyllir kröfur viðskiptavina um öryggi, umhverfishæfni og áreiðanleika.

Um Opin Kerfi

Opin Kerfi hefur starfað frá 1985 og er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf og innleiðingu rekstrar-, skýja- og hýsingarlausna ásamt sölu á tölvu- og samskiptabúnaði. Reynsla og þekking starfsmanna tryggir viðskiptavinum bestu ráðgjöf og þjónustu sem völ er á. Opin Kerfi á náið samstarf við fjölmörg framsækin og öflug erlend upplýsingafyrirtæki og hefur m.a. átt í nánu samstarfi við mörg þeirra um langt skeið og má þar m.a. telja HP og HPE, Microsoft, Cisco, Redhat og mörg fleiri. Fyrirtækið er vottað samkvæmt ISO/IEC 27001 staðlinum.