Um Öskju
Bílaumboðið Askja er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í sölu og þjónustu á bifreiðum frá Mercedes-Benz, Kia og Honda. Hjá fyrirtækinu starfa um 130 manns. Markmið Öskju er að bjóða framúrskarandi bifreiðar og veita þjónustu sem uppfyllir kröfur viðskiptavina um öryggi, umhverfishæfni og áreiðanleika.
Um Opin Kerfi
Opin Kerfi hefur starfað frá 1985 og er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í ráðgjöf og innleiðingu rekstrar-, skýja- og hýsingarlausna ásamt sölu á tölvu- og samskiptabúnaði. Reynsla og þekking starfsmanna tryggir viðskiptavinum bestu ráðgjöf og þjónustu sem völ er á. Opin Kerfi á náið samstarf við fjölmörg framsækin og öflug erlend upplýsingafyrirtæki og hefur m.a. átt í nánu samstarfi við mörg þeirra um langt skeið og má þar m.a. telja HP og HPE, Microsoft, Cisco, Redhat og mörg fleiri. Fyrirtækið er vottað samkvæmt ISO/IEC 27001 staðlinum.