Fjögur fyrirtæki voru sérstaklega heiðruð af Nemastofu á fjölmennri hátíð Iðnaðarmannafélagsins á Hótel Natura.
Verðlaunaafhending Nemastofu atvinnulífsins til fyrirmyndafyrirtækja fór fram laugardaginn 3. febrúar sl. samhliða nýsveinahátið Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík.
Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum og iðnmeisturum sem hafa náð góðum árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað og fyrir framlag þeirra til starfsmenntunar í landinu.