10. sept. 2023

750 km á einni hleðslu: Mercedes-Benz Concept CLA Class

Brautryðjandi nýsköpun í hönnun og skilvirkni frá Mercedes-Benz

Mercedes-Benz Concept CLA Class að framan

Rafmögnuð framtíð fágunar.

Mercedes-Benz kynnti á dögunum hugmyndabílinn Concept CLA class við glæsilega athöfn á IAA Mobilty sýningunni í Munchen.

Bíllinn þykir gefa góða vísbendingu um hvað koma skal þegar kemur að nýjum vörulínum Mercedes-Benz, en bíllinn er byggður á nýjum og byltingarkenndum MMA undirvagni. Einnig styður vörulínan við markmið sem framleiðandinn hefur sett sér þegar kemur að orkuskiptum, en það er að ná kolefnishlutleysi alls bílaflota nýrra bíla Mercedes-Benz fyrir lok árs 2039.

Ný lína CLA class mun byggja á Vision EQXX tækninni, brautryðjandi nýsköpun í hönnun og skilvirkni hjá Mercedes-Benz þegar kemur að orkunýtingu. Heimsmeistari skilvirkninnar, Mercedes-Benz Vision EQXX, á núverandi heimsmet í drægni en bíllinn fór rúmlega 1.200 km á einni hleðslu. Það er því hægt að fullyrða að Mercedes-Benz setji ný viðmið þegar kemur að skilvirkni og fágun á tímum orkuskipta.

Næsta kynslóð CLA mun vera með drægni upp á meira en 750 km skv. WLTP staðli ásamt því að ná hleðslu fyrir allt að 400 km á einungis 15 mínútum.

Sjá myndband af glæsilegum CLA Class hér fyrir neðan.

Skoða rafmagnað úrval Mercedes-Benz á Íslandi