Framrúðuviðgerðir

Er framrúðan skemmd eða brotin?

Við sjáum um viðgerðir og framrúðuskipti í samstarfi við þitt tryggingafélag.

Framrúður er mikilvægur öryggisþáttur í bifreiðum og er hluti af burðarvirki bifreiðarinnar. Aðeins eru notaðar framrúður, lím og viðurkenndar aðferðir frá framleiðendum sem tryggja hámarks gæði, öryggi og endingu.

Askja er viðurkenndur aðili þegar kemur að viðgerðum og skiptum á framrúðum. Við erum með samning við eftirtalin tryggingafélög:

  • TM
  • VÍS
  • Sjóvá Almennar
  • Vörður

Tryggingafélagið þitt greiðir allan kostnað vegna viðgerða eða skipta á framrúðu ef þú ert með framrúðutryggingu.

Bóka tíma