Við treystum á Kia
Það sem aðgreinir Kia frá öllum öðrum bílum felst í þremur orðum: 7 ára ábyrgð. Við erum í fararbroddi á markaðnum með þessa yfirgripsmiklu ábyrgð sem endurspeglar um leið þá tiltrú sem við höfum á hverjum þeim bíl sem er framleiddur af Kia. Ábyrgðin færir þér fullkomna hugarró ekkert skemur en í 7 ár. Í þjónustuhandbók Kia og ábyrgðarskilmálum er að finna greinargóða lýsingu á ábyrgðinni, skyldum Kia Motors, Öskju og Kia eigenda, upplýsingar um það sem ábyrgðin nær og nær ekki til, ábyrgð gagnvart gegnumtæringu, ábyrgð á varahlutum, takmörkun ábyrgðar, skýrslur um reglubundið viðhald, ryðvarnareftirlit, skýrslur um endurnýjun kílómetrateljara, síma- og netfangaskrá, upplýsingar um þjónustutíma deilda, auk annarra hagnýtra upplýsinga.