Viðbótarábyrgð Mercedes-Benz

Það er okkur mikil ánægja að geta boðið þér viðbótarábyrgð á Mercedes-Benz bifreið þinni.

Mercedes-Benz bifreiðar njóta 24 mánaða verksmiðjuábyrgðar frá framleiðanda.

Með þessari viðbótarábyrgð framlengist ábyrgð bifreiðarinnar í 60 mánuði frá nýskráningu. Í framhaldi er möguleiki á því að framlengja viðbótarábyrgðina um 12 mánuði í einu og til allt að 120 mánaða frá nýskráningu bifreiðar.

Skilmála og skilyrði viðbótarábyrgðarinnar má sjá hér fyrir neðan. Vinsamlegast lestu þessa skilmála vandlega og fáðu frekari upplýsingar ef eitthvað er óskýrt eða spurningar vakna.

Senda fyrirspurn

Skilmálar og skilyrði

Viðbótarábyrgðin veitir vernd gegn bilunum sambærilegum og ábyrgð framleiðanda á bifreiðinni með ákveðnum undantekningum.

Engin takmörkun er á fjölda ábyrgðarverka, en samanlögð upphæð allra krafna þinna getur ekki orðið hærri en virði bifreiðarinnar á þeim tíma sem hún var keypt.

Ef ábyrgð framleiðanda á rafhlöðu hefur runnið út vegna þess að hámarksakstri hefur verið náð, þá getur þessi viðbótarábyrgð einnig náð yfir bilun í háspennurafhlöðu.

Viðbótarábyrgð Mercedes-Benz - Skilmálar

Almenn skilyrði

Færa skal bifreiðina til þjónustueftirlits og viðgerðar hjá viðurkenndum þjónustuaðila Mercedes-Benz sem þjónustar bifreiðina samkvæmt fyrirmælum sem gefin eru hverju sinni í aksturstölvu bifreiðarinnar. Þjónustuaðgerðir viðurkennds þjónustuaðila eru skráðar í gagnagrunn Mercedes-Benz, „Digital Service Booklet (DSB)“.

Skilyrt er að allt eftirlit t.d. þjónustuskoðanir séu í höndum viðurkennds Mercedes-Benz þjónustuaðila sem hefur yfir réttum upplýsingum og réttum tækjabúnaði að ráða. Bílaumboðið Askja og ábyrgðaraðili áskilja sér rétt til að hafna bótakröfum ef þessu atriði er ekki fullnægt.

VIðurkenndir sölu- og þjónustuaðilar Mercedes-Benz.