Umhverfisstefna

Askja vill vera leiðandi á sviði umhverfismála og leitast við að vernda umhverfi sitt og koma í veg fyrir mengun.

Askja hefur innleitt umhverfisstaðalinn ISO 14001, en við viljum vera leiðandi á sviði umhverfismála og leitast við að vernda umhverfi okkar og koma í veg fyrir mengun. Árlega kolefnisjöfnum við reksturinn í gegnum Votlendissjóð. Við höfum sett okkur umhverfisstefnu sem lýsir markmiðum okkar og þeim aðgerðum sem við höfum innleitt.

Sem hluta af umhverfisstefnu sinni leggjur Askja áherslu á eftirfarandi:

  • Við höfum innleitt virkt umhverfisstjórnunarkerfi í starfsemina með stöðugum umbótum að leiðarljósi.
  • Við tryggjum að öllum lagakröfum á sviði umhverfismála sé fullnægt og göngum lengra þegar það á við.
  • Við viljum efla umhverfisvitund starfsfólks. Það gerum við með þjálfun, leiðbeiningum og virku innra starfi.
  • Við tryggjum öryggi starfsfólks.
  • Við förum vel með auðlindir, lágmörkum úrgang og hámörkum endurvinnslu.
  • Við rýnum umhverfisstjórnkerfi okkar árlega og setjum okkur ný og krefjandi markmið.
  • Við stefnum að kolefnishlutleysi 2025.
  • Við leggjum áherslu á að nýta forskot Íslands á framboði vistvænna ökutækja.
  • Við leggjum áherslu á að bjóða viðskiptavinum sem breiðasta línu í vistvænum farartækjum.

Askja starfar samkvæmt ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum auk þess sem Askja er með gæðavottun BGS. Askja uppfyllir staðla bílaframleiðenda, sem fyrirtækið er með umboð frá, sem taka á umhverfismálum, förgun, umgengni um spilliefni og aðbúnað starfsfólks.

Rafhlaupahjól eru til staðar til þess að fara á milli bygginga.

Síðast uppfært í október 2020.

Umhverfisstefna Öskju