Framrúðuskipti

Bílaumboðið Askja óskar eftir að ráða starfsmann í framrúðuskipti. Boðið er upp á úrvals vinnuaðstöðu til þjónustu og viðgerða í húsnæði Öskju við Krókháls í Reykjavík.

Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia, Honda og smart. Markmið okkar er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði. Hjá Öskju starfar vel þjálfaður og öflugur hópur starfsfólks, en virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks er í samræmi við gæðastaðla birgja.

Helstu verkefni:

  • Ísetningar og viðgerðir á framrúðum
  • Önnur tilfallandi verkefni

Við leitum að liðsfélaga með:

  • Sveinspróf í bifvélavirkjun/bifreiðasmíði er kostur
  • Reynslu af bílaviðgerðum
  • Samstarfshæfni og ríka þjónustulund
  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og mikla skipulagshæfni
  • Góða enskukunnátta

Af hverju Askja?

  • Fjölskylduvænn vinnustaður
  • Reglulegir viðburðir og frábær starfsandi
  • Allir hafa rödd sem hlustað er á
  • Hugað er að velferð og vellíðan starfsfólks
  • Samgöngu- og líkamsræktarstyrkur
  • Líkamsræktaraðstaða

Nánar um starfsumhverfið hér: https://www.askja.is/viltu-vinna-sem-bifvelavirki-hja-oskju

Um er að ræða 100% framtíðarstarf. Nánari upplýsingar um starfið veitir Hákon Jónas Gylfason þjónustustjóri  hjg@askja.is

Í anda jafnréttisstefnu Öskju hvetjum við öll áhugasöm til að sækja um; óháð kyni.

Umsóknarfrestur frá:30.04.2025
Umsóknarfrestur til:11.05.2025

Sækja um