Hinn nýi Sportage tekur akstursupplifun þína á nýjar hæðir.
Kia Sportage byggist á nýrri hönnun sem felur í sér byltingarkenndar nýjungar og tæknilausnir fyrir rafdrifna aflrás sem skilar sér í vistvænum og fjörugum jepplingi sem gefur hvergi eftir.
Innanrýmið í Sportage einkennist af djörfung, mýkt og tækninýjungum þar sem ökumaðurinn er í fyrirrúmi sem skapar rými sem er svo sannarlega í fremstu röð. Farþegarýmið var hannað af kostgæfni með það í huga að sameina nýjustu tækni, munað, úrvalsefni og nýtískulegan stíl.
Sportage er búinn öllum nýjustu aksturs- og öryggiskerfum Kia og við efnisval er sjálfbærni höfð að leiðarljósi.
Dæmi um mánaðarlega afborgun
- 67.177 kr.*
*Staðgreiðsluverð frá 7.990.777 kr. Upphæð miðar við 50% fjármögnunarhlutfall til 84 mánaða með 10,25% vöxtum. Heildargreiðsla: 9.762.597 kr. Árleg hlutfallstala kostnaðar 11,36%
Upphæð er einungis viðmið og er breytileg eftir lánastofnunum.