Greiðsluskilmálar

1. Almenn ákvæði

1.1. Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á þjónustugátt sem er á vefsvæði Öskju. Eigandi vefsvæðisins er Bílaumboðið Askja ehf., kt. 450704-2290, Krókhálsi 11, 110 Reykjavík, sem hér eftir verður vísað til sem Askja. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Öskju annars vegar og kaupanda vöru eða þjónustu hins vegar. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir við nýskráningu á vefsíðu Öskju teljast þeir samþykktir við fyrstu kaup á vöru eða þjónustu.

1.2. Askja áskilur sér rétt til að breyta, fjarlægja eða bæta við vefsíðuna og skilmála þessa án sérstakra tilkynninga. Skilmálarnir sem eru í gildi þegar pöntun er gerð, gilda um viðkomandi pöntun, með öllum þeim breytingum og viðaukum sem kunna að hafa verið gerðir á þeim. Skilmálarnir skulu vera í samræmi við landslög Íslands ,tilskipanir og reglur Evrópska Efnahagssvæðisins eftir því sem við á.

1.3. „Kaupandi“ er einstaklingur, sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Kaupandi verður að vera a.m.k. 16 ára. „Kaupandi“ getur líka verið fyrirtæki en lög um um þjónustukaup nr. 42/2000 eiga þá við. Þessi lög gilda um réttarstöðu samningsaðila þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir. Askja selur vörur eða þjónustu til kaupanda á vefsvæði sínu.

2. Upplýsingar og verð

2.1. Verð á vefsvæði Öskju og í útsendum póstum eru með virðisaukaskatti og eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur. Askja áskilur sér rétt til að afturkalla pantanir í heild eða að hluta ef að viðkomandi vara er uppseld, skemmd eða gölluð. Askja áskilur sér rétt til að færa bókaða tíma verði ljóst að ekki sé hægt að vinna verk á bókuðum tíma. Askja mun upplýsa kaupanda um slíkt eins fljótt og kostur er.

2.2. Reikningsviðskipti fyrirtækja gjaldfærast innan umsamins greiðslufrests á birtu verði sem getur verið listaverð, sérkjör eða tilboðsverð frá söludeild Öskju. Staðgreiðsluviðskipti fara fram með kreditkorti á birtu verði sem getur verið listaverð eða tilboðsverð eftir atvikum.

2.3. Við staðfestingu pöntunar í þjónustugátt skuldbinda viðskiptavinir sig til þess að samþykkja viðskiptaskilmála.

3. Persónuupplýsingar

3.1. Á vefsvæði Öskju er aðgengileg persónuverndarstefna félagsins. Í þessari persónuverndaryfirlýsingu kemur fram hvernig Askja umgengst þær persónuupplýsingar sem Askja geymir um kaupanda og hvaða réttindi hann á varðandi upplýsingarnar.

3.2. Þjónusta þjónustugáttar Öskju útheimtir, þegar það á við, viðkvæmar trúnaðarupplýsingar svo sem kennitölu og númer greiðslukorts notanda til að þjónustan virki að óskum. Til að tryggja hámarksöryggi notenda og móttekinna persónuupplýsinga fylgir vefurinn íslenskum og alþjóðlegum lögum um viðskipti og persónuvernd ásamt viðurkenndum og/eða vottuðum starfsreglum og öryggisstöðlum.

4. Aðgangur

4.1. Kaupandi hefur leyfi til að nota þjónustugátt Öskju og þá þjónustu sem þar er boðið upp á í

samræmi við skilmála þessa og þær aðgangstakmarkanir sem Askja setur. Stranglega er bannað

að falsa nafn og persónuupplýsingar við skráningu inn á vefsvæðið. Komi upp slík mál, áskilur

Askja sér rétt til að vinna náið með lögreglu við úrlausn slíkra mála, þ.m.t. að veita henni þær

upplýsingar sem nauðsynlegar eru. Verði kaupandi uppvís að sviksamlegu athæfi við kaup á

vefsvæði Öskju verður það tilkynnt til lögreglu. Askja áskilur sér rétt til að takmarka eða loka fyrir

aðgang að vefsvæðinu ef grunur leikur á að kaupandi hafi orðið uppvís að falsa nafn og

persónuupplýsingar við skráningu.

4.2. Sem skráður kaupandi í þjónustugátt Öskju ber kaupandi ábyrgð á trúnaði um notendaheiti,

lykilorð og aðgang að þeim tölvum sem kaupandi kann að nota til aðgangs á vefinn. Við skráningu

samþykkir kaupandi að bera ábyrgð á öllum notkunartilvikum varðandi þjónustugátt Öskju og

lykilorð. Askja áskilur sér einhliða rétt til að hafna þjónustu, loka aðgangi, fjarlægja eða breyta

innihaldi vefsins eða stöðva pantanir ef þurfa þykir af öryggis- eða öðrum ástæðum.

5. Innskráning, pöntun og afhending

5.1. Við skráningu á þjónustugátt Öskju skráir kaupandi fullt nafn, kennitölu, heimilisfang og

tölvupóstfang sitt og samþykkir að hann hafi lesið persónuverndarstefnu félagsins. [Einnig getur

kaupandi samþykkt að vera á póstlista og SMS lista Öskju.]

5.2. Pöntun kaupanda í þjónustugátt Öskju er bindandi þegar hann hefur staðfest pöntun sína í

kaupferlinu með rafrænum skilríkjum. Askja er skuldbundið að afgreiða pöntun kaupanda (nema

í tilvikum sem nefnd eru að öðru leyti í skilmálum þessum) og sendir kaupanda staðfestingu með

[skilaboðum og/eða tölvupósti]. Jafnframt sendir Askja kaupanda afrit af reikningi þ.e. ef greiðsla

berst frá kaupanda. Kaupanda er bent á að kynna sér vel staðfestingu á pöntun þegar hún berst.

Í kaupferlinu velur kaupandi sér sendingarleið og sendingartíma. [Ef kaupandi hefur valið að fá

sendingu með flutnings- eða dreifingaraðila (þ.m.t. Póstinum, Dropp eða öðrum) þá ber Askja

ekki ábyrgð á afhendingartíma sendingarinnar. Ekki er tryggt að slíkir flutnings- og

dreifingaraðilar geti sent stórar sendingar heim að dyrum alls staðar á landinu. Hvað varðar

nánari upplýsingar um þjónustu er vísað til heimasíðu slíkra aðila.]

6. Yfirferð á vöru

6.1. Eftir að kaupandi hefur móttekið pöntunina skal hann að byrja á því að kanna hvort hún sé í

samræmi við pöntunarstaðfestingu og reikning. Skilmálar þessir gera ráð fyrir að kaupandi hafi

lesið og kynnt sér leiðbeiningar sem fylgja með vörunni. Ef kaupandi telur að varan sé ekki í

samræmi við vörulýsingu þá þarf hann að senda tilkynningu þess efnis með tölvupósti eða hafa

samband við þjónustuver Öskju. Askja áskilur sér rétt að sannreyna staðhæfingu.

7. Samningurinn

7.1. Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála Öskju. Skilmálarnir eru

aðgengilegir á vefsvæði Öskju. Hver kaup eru bindandi fyrir kaupanda samkvæmt skilmálum og

skilyrðum Öskju.

8. Greiðsla

8.1. Eftirfarandi reglur gilda um greiðslur í gegnum þjónustugátt:

a) Þegar greiðsla er framkvæmd með kredit- eða debetkorti (VISA, Mastercard, Maestro eða

American Express) er greiðslan skuldfærð þegar í stað og heimild fæst.

b) Allar greiðslur sem eru gerðar með kredit- eða debetkorti eru gerðar með öruggum hætti í greiðslugátt sem kaupanda er beint sjálfkrafa til þegar hann fyllir út greiðsluupplýsingar. Þegar kaupandi staðfestir upplýsingarnar er greiðslan skuldfærð af kortinu.

c) Allir kredit- og debetkortakorthafar gangast undir skilmála kortaútgefanda. Ef útgefandi tiltekins kredit- eða debetkorts neitar að heimila greiðslu til Öskju, berast kaupanda skilaboð þar sem fram kemur að greiðsluna sé ekki hægt að framkvæma. Askja ber ekki ábyrgð á töfum eða synju á því að vara sé afhent sé það rakið til synjunar á korti eða heimild.

9. Skilaréttur

9.1. Askja skuldbindur sig til að afhenda kaupanda vöru eða þjónustu fyrir kaupum í samræmi við skilmála þessa og gildandi rétt.

9.2. Skilafrestur á vörum eru 14 dagar frá dagsetningu kvittunar fyrir kaupum.

9.3. Sé vöru skilað innan 14 daga frá þeirri dagsetningu býðst kaupanda full endurgreiðsla sem jafngildir upphaflegu kaupverði. Ef til endurgreiðslu kemur innan 14 daga frá kaupum, skv. tilmælunum, mun Askja endurgreiða kaupanda vöruna á sama hátt og viðskiptavinur notaði við greiðslu - þ.e. með bakfærslu á kredit- eða debetkorti. Askja áskilur sér rétt til að skoða að varan sé í lagi og til að koma í veg fyrir misnotkun á 14 daga skilarétti.

9.4. Sé vöru skilað seinna en innan 14 daga býðst kaupanda hins vegar að fá inneignarnótu. Inneignarnóta gildir í eitt ár frá útgáfudegi.

9.5. Skil á vörum eru háð eftirfarandi skilyrðum:

a) Að framvísað sé kvittun fyrir kaupum á viðkomandi vöru eða vara sé merkt með skilamiða.

b) Að umbúðir og innsigli frá framleiðanda eða Öskju séu ekki rofin

c) Að vara teljist í söluhæfu ástandi.

d) Að allir aukahlutir sem fylgja eiga vörum séu til staðar.

e) Að vara sé ekki útsöluvara.

f) Að vara sé ekki sérpantaður eða sérsniðinn að þörfum kaupanda.

9.6. Askja áskilur sér rétt til að hafna skilum á vörum eða neita kaupanda um fulla endurgreiðslu séu ofangreind skilyrði ekki uppfyllt.

9.7. Athuga skal að endurgreiðsla vegna skila á vörum nær aðeins til kaupverðs en annar kostnaður sem fellur til m.a. vegna flutnings sem skal ávalt á ábyrgð kaupanda.

10. Galli

10.1. Ef vara er gölluð er Öskju skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Samkvæmt lögum um neytendakaup nr. 48/2003 á kaupandi rétt á því að fá gallaða vöru bætta ef tilkynning berst okkur innan tveggja mánaða frá því að kaupandi varð var við galla. Askja mælir með því að kaupandi sendi tölvupóst eða hringi í þjónustuver Öskju sem fyrst frá því að galli uppgötvast. Askja sendir staðfestingu til baka um móttöku tölvupóstsins. Askja áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð.

11. Ábyrgð

11.1. Ábyrgð Öskju hefur ekki í för með sér takmarkanir á rétti sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup nr. 48/2003. Ábyrgð vegna galla á vöru er í samræmi við lög um neytendakaup og miðast við dagsetningu kaupa til einstaklinga. Ef um er að ræða sölu til fyrirtækis er ábyrgð á galla 1 ár frá kaupdagsetningu samkvæmt lögum um lausafjárkaup nr. 50/2000.

11.2. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits eða notkunar á vöru sem eðlilegt þykir að endist skemur en 2 ár og getur þurft að endurnýja fyrir lok ábyrgðar. Ábyrgð fellur úr gildi ef vara hefur verið opnuð eða átt við hana án samþykkis Öskju þrátt fyrir að þar hafi verið viðurkenndur aðili. Ábyrgðin fellur líka úr gildi ef rekja má bilun til illrar eða rangrar meðferðar.

11.3. Askja er ekki skuldbundið til að sjá um viðgerð á vöru, gefa afslætti eða skipta út vöru eftir að ábyrgðartíma lýkur. Askja áskilur sér rétt til að sannreyna að galli eða bilun heyri undir ábyrgðarskilmála innan 7 daga. Ef vara fellur undir ábyrgðarskilmála þá er Öskju skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa.

11.4. Askja áskilur sér rétt til að falla frá afhendingu pöntunarinnar ef skýr og augljós verðvilla birtist á vefsíðunni (t.d. verð vörunnar virðist vera of hátt eða of lágt eða ef verð er gefið upp sem 0 kr.). Í slíku tilviki skal Askja tilkynna strax um villuna og leiðrétta verð.

11.5. Kaupandi samþykkir að nota ekki vörur í viðskiptalegum tilgangi eða til endursölu og Askja ber enga ábyrgð á tapi, hagnaði, truflun fyrirtækja eða missi viðskiptatækifæra.

11.6. Óheimilt er að afrita, hlaða niður, geyma, senda eða annað af svipuðum toga sem tengist texta og myndum sem birtar eru á www.askja.is eða þjónustugátt Öskju í neinum tilgangi án skriflegs leyfis Öskju

11.7. Askja ber enga ábyrgð á neinum töfum sem verða á afhendingu pantana vegna utanaðkomandi atburða , þ.m.t. en ekki takmarkað við stríð, flóð, eldsvoða, vinnudeilur, verkföll, uppþot, óeirðir, opinberar aðgerðir eða aðra svipaða atburði.

12. Eignarréttur

12.1. Seldar vörur eru eign Öskju þar til kaupverð er greitt að fullu.

13. Annað

13.1. Askja áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum þessara skilmála. Birting nýrra skilmála á vefsíðu Öskju telst nægileg tilkynning og miðar uppfærsla við dagsetningu skilmála sem birtir eru hverju sinni. Litið er svo á að kaupandi hafi samþykkt breytinguna ef hann kaupir vöru eða þjónustu eftir að tilkynning um breytingu hefur verið gefin út.

14. Ágreiningur

14.1. Rísi ágreiningur milli aðila um efni þessara viðskiptaskilmála eða vegna brota á þeim má bera viðkomandi mál undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu. Ef allt þrýtur er heimilt að reka mál vegna þessa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur skv. ákvæðum laga nr. 91/1991.

15. Gildistími

15.1. Skilmálar þessir gilda frá [6.5.2024].