28. des. 2020

Úrval rafbíla frá Mercedes-Benz eykst enn frekar

Mercedes-Benz ætl­ar sér að vera leiðandi í þróun raf­bíla á heimsvísu og verða átta nýir raf­bílar kynntir fyr­ir árs­lok 2022.

Nýr EQA er kominn í forsölu og verða fyrstu bílar afhentir í febrúar 2021
„Þessi hröðun á raf­bílaþróun hjá Mercedes-Benz er hluti af Ambiti­on 2039 áætl­un bíla­fram­leiðand­ans sem miðar að því að raf­bíl­ar verði 50% af seld­um bíl­um árið 2030 og árið 2039 verða all­ir bíl­ar kol­efn­is­laus­ir. Hinir nýju raf­bíl­ar munu all­ir bera nafn­bót­ina EQ sem er nýtt und­ir­merki Mercedes-Benz til­einkað raf- og ten­gilt­vinn­bíl­um“

Nýr EQA kem­ur til lands­ins í fe­brú­ar nk. en þessi sportjeppi er nú þegar kom­inn í for­sölu hjá Bílaum­boðinu Öskju og hægt er að tryggja sér einn af fyrstu bíl­un­um sem koma til lands­ins á fyrsta árs­fjórðungi næsta árs. Bíll­inn var frum­sýnd­ur í hug­mynda­út­færslu árið 2017 og kem­ur nú í fjölda­fram­leiðslu. EQA er hreinn raf­bíll og verður með yfir 400 km drægi skv. WLTP staðli.

Þeir bíl­ar sem einnig eru í far­vatn­inu eru EQS, EQB, EQE, EQS SUV og EQE SUV. Af þeim koma EQA, EQB og lúx­usraf­bíll­inn EQS strax á næsta ári en sá síðast­nefndi verður nýtt flagg­skip raf­bíla­flota Mercedes-Benz.

Þeir munu koma til liðs við nú­ver­andi raf­bíla frá Mercedes-Benz þá EQC, EQV og eVito Tourer en þeir tveir síðar­nefndu voru frum­sýnd­ir fyr­ir stuttu hjá Bílaum­boðinu Öskju. Sportjepp­inn EQC var fyrsti hreini raf­bíll Mercedes-Benz en hann kom á markað í fyrra og hef­ur fengið góða dóma.

Daimler til­kynnti ný­lega að fyr­ir­tækið hefði fjár­fest fyr­ir alls 730 millj­ón­ir evra í verk­smiðju sem mun ein­blína á fram­leiðslu á raf­bíl­um Mercedes-Benz, en það sam­svar­ar um 118 millj­örðum króna. Verk­smiðjan er í Sindelf­ingen í Þýskalandi þar sem fleiri verk­smiðjur bílsmiðsins eru staðsett­ar og hef­ur fengið heitið „Verk­smiðja 56“. Alls hef­ur Daimler fjár­fest fyr­ir 2,1 millj­arð evra á Sindelf­ingen svæðinu eða tæpa 340 millj­arða króna.

„,Við hjá Öskju erum spennt að frum­sýna þessa stór­glæsi­legu bíla frá Mercedes-Benz sem munu koma í sýn­ing­ar­sal­inn okk­ar fljót­lega á næsta ári. Það er mjög mik­ill heiður að Mercedes-Benz horfi á Ísland sem mik­il­væg­an markað fyr­ir raf­bíl­ana sína sem leiðir til þess að við erum með fyrstu mörkuðum í heimi til að fá þá hverju sinni. Núna strax í fe­brú­ar mun­um við frum­sýna nýj­an EQA sem er fram­hjóla­drif­inn borg­ar­jepp­ling­ur með yfir 400 km drægi. Verðið kem­ur líka gletti­lega á óvart en hann mun kosta frá 6.590.000 og verður þá ríku­lega út­bú­inn,“
Jón­as Kári Ei­ríks­son, for­stöðumaður vöru­stýr­ing­ar hjá Bílaum­boðinu Öskju.
Nýr EQS er væntanlegur á árinu 2021
Nýr EQS er væntanlegur á árinu 2021
Nýr EQB er væntanlegur á árinu 2021
Nýr EQB er væntanlegur á árinu 2021