9. maí 2023

smart #1 vinnur til Red Dot og iF Design hönnunarverðlauna

Alþjóðlegar dómnefndir sérfræðinga veittu nýja smart #1 tvenn virt hönnunarverðlaun á dögunum

smart-hönnunarverðlaun

Rafknúni smábíllinn hlaut bæði Red Dot-verðlaunin fyrir vöruhönnun og iF Design-verðlaunin þar sem einblínt er á framúrskarandi hönnun og samfélagsþátttöku.

Við hönnun á smart #1 unnu alþjóðlegt hönnunarteymi Mercedes-Benz og rannsóknar- og þróunarteymi smart náið saman að því að kanna hið fullkomna jafnvægi á milli hönnunar innanrýmis og ytra byrðis og heildarafkasta smart #1. Bíllinn er fyrirferðarlítill að utan, rúmgóður að innan og með allt að 440 km drægni á rafmagni. Bíllinn er með stílhreint, fágað og straumlínulagað ytra byrði, sem er afrakstur „Sensual Producty“ hönnunarstefnunnar þar sem fullkomnu jafnvægi er náð á milli útlits og eiginleika sem draga úr loftmótstöðu.

Eiginleikar eins og faldir hurðarhúnar, fljótandi Halo-þak og karmalausar hurðir gera að verkum að hönnun smart #1 er álitin framúrskarandi í sínum flokki. Alls staðar má finna ný smáatriði sem kitla forvitnina. Hlutfall rýmis og stærðar er eins mikið og hægt er. smart #1 er 4270 mm að lengd, með 2750 mm hjólhaf og allt að 19 tommu felgur og ekki er hægt að kvarta yfir plássi í innanrýminu.

Til að bæta við gefur líflegt en þó stílhreint litaval bílnum einstakt yfirbragð sem passar eigandanum. Með einstakri hönnun, framúrskarandi búnaði og valkostum til að sérstilla útlit og eiginleika tekst smart #1 að veita ökumönnum nýja, einstaka og dýrmæta upplifun á marga vegu.

Hönnun smart #1 er í anda grunngilda vörumerkisins sem er að þora að vera öðruvísi.

smart #1 er væntanlegur til landsins á næstu vikum. Skráðu þig á póstlista til að fá nýjustu fréttir!

Skrá mig á póstlista smart#1