Tengir Hestháls og Krókháls
Staðsetningin á nýja bílasölusvæðinu er sérlega góð á milli Hestháls, þar sem BL er með sölu og þjónustu fyrir Jagúar og Land Rover og Krókháls, þar sem Bílaumboðið Askja er til húsa, en Askja er umboðsaðili Mercedes-Benz, Kia og Honda. Aðgengi á milli Hestháls og Krókháls er því aukið sem bætir aðgengi viðskiptaina að fyrirtækjum á svæðinu. Í hverfinu er því að byggjast upp miðstöð bílaviðskipta og verður þetta nýja bílasölusvæði góð viðbót við þá flóru sem þegar er staðsett þar.
Hleðslustöðvar og góð lýsing
Aðgengi á nýja bílasölusvæðið er bæði frá Krókhálsi og Hesthálsi. Hleðslustöðvar verða á svæðinu enda rafbílasala að aukast á komandi árum. Fullkomin lýsing er á svæðinu og mikið verður lagt upp úr snyrtilegum frágangi. Lóðin er rúmlega 23 þúsund fermetrar að stærð og gert er ráð fyrir 800 stæðum. Það er Arkís sem sér um hönnun svæðisins og gert er ráð fyrir opnun á K7 í haust.