Bíllinn hefur breyst nokkuð í útliti og sérstaklega að framanverðu þar sem nýr og fallega hannaður framendi blasir við. Nýtt svart grill með nýjum LED framljósum gera framhlutann mjög tignarlegan og nýtt Kia merki nýtur sín vel.
Straumlínuleg hönnunin er heilt yfir afar vel heppnuð og bíllinn fær enn sportlegra og kraftmeira útlit en áður. 16" álfelgur með demantsskurði draga enn frekar fram sportlega ásýnd bílsins.
Innanrýmið hefur einnig fengið uppliftingu sem tekið er eftir. Innanrýmið er fallega hannað og vandað er til verka í alla staði. 12,3" stafræni ökumælaklasinn og 10,25" snertiskjár fyrir leiðsögukerfi eru samþættir í láréttri stöðu á mælaborðinu og veita ökumanni og farþegum bæði afþreyingu og upplýsingar um aksturinn.
Upplýsingum er varpað upp í háskerpu, þar á meðal leiðsögn frá leiðsögukerfinu, upplýsingum frá hljómtækjum, símagögnum og fleiru. Bíllinn er búinn hinu nýja UVO CONNECT appi sem flytur akstursupplifunina inn í nýja, stafræna vídd. Kia On-Board þjónustan birtir mikilvægar rauntímaupplýsingar hvert sem leiðin liggur en með nýja UVO appinu stýrir ökumaður aðgerðum með stjórnrofum innan seilingar. UVO appið býr yfir fjölda aðgerða sem birta gögn um ástand bílsins og greiningu á akstrinum. Með appinu er einnig hægt að virkja fjölda mikilvægra aðgerða fjarri bílnum með nokkrum smellum á símann.