14. feb. 2024

Nýr Kia Sorento væntanlegur í vor

Ný viðmið í þægindum

Kia Sorento

Úrval af rafknúnum aflrásum og einstök tækni.

Nýr Kia Sorento býður upp á nýja og ferska hönnun í anda hönnunarstefnu Kia þar sem meðal annars koma nýir litir, sjálfbær efni og enn betri notendaupplifun.

Bíllinn er táknmynd jafnvægis og býður upp á einstaka hugarró og ábyrgari akstur með rafknúnum og traustum aflrásum þar sem hægt er að velja milli dísilvélar og Plug-in Hybrid-aflrásar.

Ekki missa af fréttum af komu Sorento til landsins!

Skrá mig á áhugalista
nyr-kia-sorento-ad-framan-grill
Umfangsmiklar og skýrar útlínur

Kemur vel fyrir á vegum og í torfærum.

Kraftmikil ný hönnun ytra byrðis tryggir að nýr Kia Sorento kemur vel fyrir bæði á vegum og á torfæru undirlagi. Þessi SUV-bíll í D-flokki er nýjasta gerðin sem smíðuð er samkvæmt hönnunarstefnu Kia, „Opposites United“, og er táknmynd fyrir hlutann „Bold for Nature“ þar sem sýnt er fram á hvernig náttúra og nútími geta farið saman.

Nýrri hönnun ytra byrðis nýs Kia Sorento er ætlað að gefa til kynna framsækinn kraft með glæsilegu útliti. Að framan má sjá nýja vélarhlíf með nýjustu SUV-hönnuninni sem er umfangsmeiri og með skýrari útlínum. Að auki hefur Kia-merkið verið fært ofan á vélarhlífina. Einstök lóðrétt aðalljós og dagljós undirstrika framsækna og tæknilega ímynd bílsins, rétt eins og ný hönnun grillsins með þrívíðu netmynstri.

Lóðréttar línur aðalljósanna og afturljósanna mynda samræmt heildarútlit og undirstrika kraftmikið og traust SUV-útlit. Raðskipt stefnuljós að framan fullkomna hátæknilegt útlitið. Endurhannaður neðri framstuðarinn geislar af styrk og sjálfsöryggi, með breiðri hlíf, endurhönnuðum þokuljósum og lóðréttum skrautlista á loftinntökum sem undirstrika hina sterku og tæknilegu ímynd bílsins.

nyr-kia-sorento-ad-aftan-nalaegt
Tvö aðskilin afturljós eru tengd saman til að undirstrika samfelluna í hönnuninni

Á hliðunum hafa verið hannaðir nýir skrautlistar á aurbrettum með enn þrívíðara útliti. Nýjum Sorento fylgja einnig þrjár nýjar útfærslur í felguhönnun: 18, 19 eða 20 tommu álfelgur. 18 og 20 tommu álfelgurnar eru aðeins í boði fyrir Sorento með eldsneytisvél en 19 tommu álfelgurnar eru í boði fyrir allar gerðir aflrása. 17 tommu álfelgurnar eru áfram í boði bæði fyrir Sorento með Hybrid-aflrás og eldsneytisvél.

Afturhluti bílsins er auk þess búinn nýrri afturljósahönnun með skáhallandi LED-ljósum. Lóðréttar og afgerandi línur afturljósanna eru myndaðar með því að tengja saman tvö aðskilin afturljós og undirstrika samfelluna í hönnuninni í útliti nýs Kia Sorento. Nett og hásett hemlaljósið endurspeglar hátækni og mikil gæði, en nýr afturstuðarinn og skrautlistinn á útblástursopinu gefa afturhlutanum kraftmeira útlit. Breið og áberandi hlífin að aftan ásamt grafískum eiginleikum svartrar klæðningarinnar skapar trausta og áberandi SUV-ímynd.

nyr-kia-sorento-felgur-og-dekk-a -hlid
Þrjár nýjar útfærslur í felguhönnun fylgja nýjum Sorento

Þrír nýir litir til að velja úr.

Nýr Kia Sorento fæst í 10 litum að utan í Evrópu, þar á meðal þremur nýjum litum: gjóskugráum, stjörnugráum (sem er einnig til fyrir EV6) og borgargrænum (sem er einnig til fyrir Niro). Skjannahvítur, perluhvítur, perlusvartur, silkisilfraður, þyngdaraflsblár, stálgrár og steinblár eru allt litir sem áfram verða í boði.

Ný hönnun innanrýmis skilar fyrirtaks þægindum í bílnum.

Rúmgott innanrýmið skapar tilfinningu fyrir ríkulegri breidd og plássi. Láréttar og breiðar skreytingarnar eru enn fremur undirstrikaðar með fínlegri ljósarönd sem liggur í beinni línu eftir skrautlistanum á loftunaropi loftkælingarinnar. Þessi lýsing fæst í 64 litum og liggur yfir mælaborðið, auk þess sem hún er á gírstangarhnúðnum og skrautlista framhurðanna. Sveigður skjárinn og snertiskjárinn gefa innanrýminu hátæknilegt og nútímalegt yfirbragð. Rafræni gírskiptihnappurinn hefur verið endurhannaður og svört loftklæðning, málmfótstig og þakgluggi færa nýjan Sorento í tæknilegan, djarfan og nútímalegan búning.

Nýr Sorento er einnig búinn nýjustu þægindum, þar á meðal nýjum slökunarframsætum, Driver Ergo-sæti fyrir ökumann með lofthólfastuðningi við mjóbak og rafdrifnum stuðningi, auk þess sem hægt er að fá sæti með minnisstillingum sem aukabúnað. Hægt er að hita gervileðurklætt stýrið á veturna og það fæst einnig með rafdrifinni hallastillingu og lengingu sem aukabúnaði, þar sem hægt er að stilla stöðuna upp, niður, nær eða fjær. Framsæti með rafdrifnum stillingum, loftræstingu og hita, auk hita í annarri sætaröð, tryggja fyrirtaks þægindi í bílnum fyrir alla um borð.

nyr-kia-sorento-ad-innan-styri-og-skjair
Búinn nýjustu þægindum

Umhverfisvænt innanrými í sátt við náttúruna.

Fullkomið jafnvægi milli endingargóðra og sjálfbærra þátta í innanrými nýs Kia Sorento endurspeglar einnig hlutann „Bold for Nature“ í hönnunarstefnunni „Opposites United“. Með þessum nýjustu endurbótum kynnir Kia til sögunnar gervileður og endurunnið plast (PET) á sætum Sorento með nýjum útlitspakka í salvíugrænum lit.

Ný stefna Kia í litum, efnum og áferð dansar á línunni milli sjálfbærni og lúxuss. Til að mynda notuðu hönnuðirnir endurnýtanlegt PET-efni á innanrýmið til að vinna að jafnvægi og sátt við náttúruna. Tvöfaldir saumarnir á vattsaumi sætishlífanna gera þær enn þykkari til að farþegar upplifi bæði traust og lúxus.

Til viðbótar við salvíugrænan er hægt að velja um tvo aðra nýja útlitspakka til að auka úrvalið fyrir evrópska viðskiptavini. Hér er meðal annars um að ræða svart leður með nýju götuðu mynstri og svart Nappa-leður með nýrri vatteraðri hönnun og gráum bryddingum.

nyr-kia-sorento-ad-aftan
Hægt er að velja milli dísilvélar, Hybrid- og Plug-in Hybrid-aflrásar

Ábyrgari akstur með rafknúnum aflrásum.

Nýr Kia Sorento er táknmynd jafnvægis og býður upp á öruggan, áreiðanlegan og afslappaðan akstur. Hann býður upp á einstaka hugarró og ábyrgari akstur með rafknúnum og traustum aflrásum þar sem hægt er að velja milli dísilvélar, Hybrid- og Plug-in Hybrid-aflrásar.

Sorento-tengiltvinnbíllinn er með 1,6 T-GDI vél og 13,8 kWh rafhlöðu ásamt sex gíra sjálfskiptingu. Hann er búinn fjórhjóladrifi sem staðalbúnaði. Sorento hybrid-bíllinn er aftur á móti með 1,6 T-GDI vél og 1,49 kWh rafhlöðu, einnig með sex gíra sjálfskiptingu, og fæst bæði með tvíhjóladrifi og fjórhjóladrifi. Þessu til viðbótar er í boði 2,2 dísilvél með átta gíra skiptingu með tvöfaldri kúplingu sem fæst bæði með tvíhjóladrifi og fjórhjóladrifi.

nyr-kia-sorento-ad-innan-styri
Tveir innfelldir breiðskjáir setja svip sinn á innanrýmið

Einstök tækni sem veitir viðskiptavinum hnökralausa upplifun.

Nýr Kia Sorento er búinn nýjustu tækni til að auka öryggi, áreiðanleika og þægindi. Tveir innfelldir breiðskjáir setja svip sinn á innanrýmið: 12,3 tommu skjár fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi með leiðsögn og 12,3 tommu mælaborðsskjár fyrir ökumann. Auk þessa gerir 10 tommu sjónlínuskjár ökumönnum kleift að sjá helstu upplýsingar um bílinn og umferðarupplýsingar án þess að líta af veginum. Síðan er hægt að nota stafræna baksýnisspegilinn sem venjulegan rafknúinn spegil með glýjuvörn eða sem skjá fyrir mynd úr myndavél. Með þessum hætti getur ökumaðurinn séð aftur fyrir sig við aðstæður þar sem útsýnið er takmarkað.

Hægt er að stjórna upplýsinga- og afþreyingarkerfinu með snertiskjánum og því fylgir nettengd leiðsögn með fjarvirkniþjónustu, raddstýringu og Bluetooth-tengingu. Hita- og loftstýringin er með alsjálfvirkri tveggja svæða hitastýringu. Kerfið er hannað þannig að Kia geti sent hugbúnað og kortauppfærslur í bílinn þráðlaust svo ekki er þörf á að fara til söluaðila í þeim erindum.

nyr-kia-sorento-a-hlid
Hægt er að taka afrit af Kia Connect-stillingunum sínum og flytja þær á milli bíla

Einnig er hægt að fá Sorento-bílinn með fingrafaragreiningu. Þetta gerir ökumanninum kleift að tengja notandastillingarnar og gangsetja vélina. Þetta má einnig nota til að virkja bílastæðaþjónustustillinguna í stað þess að slá inn PIN-númerið. Þessu til viðbótar er í nýjum Sorento þráðlaust hleðslutæki fyrir síma, sex USB-C hleðslutengi (tvö í hverri sætaröð) og fyrsta flokks Bose-hljóðkerfi. Snjalllykill býður enn meiri þægindi. Þá er ótalinn stafrænn lykill 2.0 sem gerir viðskiptavinum kleift að nota símann sinn sem snjalllykil og fækka þannig hlutum sem þeir þurfa að hafa á sér.

Flutningur á notandastillingum gerir notendum kleift að taka afrit af Kia Connect-stillingunum sínum í bílnum og flytja þær á milli bíla. Hann er ætlaður viðskiptavinum sem skipta oft á milli bíla sem eru búnir Kia Connect, til dæmis ökumönnum bílaflota sem samnýta bíla eða fjölskyldum sem eiga fleiri en einn bíl með Kia Connect.

Með því að nota Kia Connect geta ökumenn Sorento-tengiltvinnbílsins einnig séð og stjórnað hleðslustöðu hans, auk þess að skipuleggja leið með leiðsögn á netinu, samstilla Apple- og Google-dagatöl og fá aðgang að eiginleikum um borð eins og nálægð við næstu hleðslustöð, veðurupplýsingum í beinni og rauntímaviðvörunum um umferð.

nyr-kia-sorento-ad-framan

Uppfærð háþróuð akstursaðstoð og öryggisbúnaður tryggja hugarró.

Þjóðvegaakstursaðstoð 2.0 með akreinaskiptihjálp og umhverfismyndavélakerfi með þrívíddareiginleika eru nýjungar í þessari gerð. FCA-árekstraröryggiskerfið hefur verið uppfært og felur nú í sér vinstribeygjubúnað, stýrisaðstoð sem sveigir fram hjá hættu, viðvörun um akreinaskipti og akreinaskiptihjálp.

Þessu til viðbótar fæst nýr Sorento áfram með snjallhraðastilli með tengingu við leiðsögn, árekstraröryggiskerfi fyrir blindsvæði með umferðarskynjara að aftan og blindsvæðismynd, aðstoð fyrir örugga útgöngu, fjarstýrðri snjallbílastæðaaðstoð og árekstraröryggiskerfi að aftan fyrir bílastæði.

Nýi eiginleikinn til að loka afturhlera úr fjarlægð býður upp á enn meiri þægindi með því að loka afturhleranum sjálfkrafa þegar ökumaðurinn er kominn út fyrir sendisvæðið fyrir aftan bílinn.

Sorento er búinn allt að sjö loftpúðum: tveimur loftpúðum fyrir framsæti, tveimur hliðarloftpúðum fyrir framsæti, loftpúðatjöldum með veltuskynjara, nýjum loftpúða fyrir efri hluta líkama í annarri sætaröð og loftpúða fyrir miðju í framsætum. Loftpúðinn fyrir miðju í framsætum er nýjung sem veitir aukna vörn fyrir höfuð þeirra sem sitja í framsætunum og honum er ætlað að koma í veg fyrir að höfuð þeirra skelli saman við árekstur.

Nýr Sorento er væntanlegur til Íslands vorið 2024. Honum fylgir hefðbundin Kia-ábyrgð sem gildir í sjö ár eða 150.000 kílómetra akstur.

Skrá mig á áhugalista
nyr-kia-sorento-ad-aftan
Væntanlegur til Íslands vorið 2024