25. mars 2022

Nýr Honda HR-V Hybrid frumsýndur og mótorhjólasýning

Laugardaginn 26. mars milli kl. 12-16 frumsýnir Askja nýjan og stórglæsilegan Honda HR-V Hybrid í sýningarsal Honda, Krókhálsi 13, ásamt því að sýna nýjustu mótorhjólin frá Honda.

HRV Honda

Honda aðdáendur hafa beðið spenntir eftir þessu útspili Honda í flokki tvinnbíla. Hér sameinast ævintýraþrá, akstursánægja og áreiðanleiki. HR-V er sterkur á svellinu, háfættur á vegaslóðum og líður um, nánast hljóðlaust, í borg og bæ.

Nýr Honda HR-V Hybrid fléttar saman fágaðri hönnun, togmikilli 250 Nm tvinnvél í hæsta gæðaflokki og akstursupplifun sem skapað hefur Honda gott orðspor og vinsældir um allan heim.

Honda HR-V Hybrid er hlaðinn kostum. Hann er sparneytinn og hagkvæmur en í hönnun og staðalbúnaði er hvergi til sparað. Aðgengi er framúrskarandi gott og þar leikur hin ríkulega, nítján sentimetra veghæð bílsins stórt hlutverk. Öryggisbúnaður er allur fyrsta flokks og akstursánægjan ósvikin.

Fimm ára ábyrgð og þjónusta í þrjú ár Honda HR-V Hybrid kemur með fimm ára ábyrgð og innifalin er regluleg þjónusta í þrjú ár. Leyfðu HR-V að heilla þig og finndu hvort þú upplifir ekki ást við fyrsta, lyklalausa, start.

Honda HR-V
Honda mótorhjól

Sýnum nýjustu mótorhjólin frá Honda.

Samhliða frumsýningunni ætlar Askja að hefja formlega hjólasumarið 2022 og sýna ný og glæsileg mótorhjól frá Honda. Fyrstu Honda mótorhjólin voru flutt inn af Honda umboðinu árið 1969 og hafa skipað stóran sess í hjörtum mótorhjólafólks allt frá upphafi. Honda mótorhjólin eru þekkt fyrir gæði, áreiðanleika, fallega hönnun og fjölbreytt notagildi en ekki síst fyrir þá ánægju sem þau veita notendum. Mótorhjólin verða til sýnis í sýningarsal Honda, Krókhálsi 13.

Nánar um mótorhjólin