26. ágúst 2022

Nýjar myndir af Kia EV9

Kia EV9 látinn gangast undir strangar loka prófanir fyrir heimsfrumsýningu.

EV9

Magnaðar myndir af Kia EV9

Kia EV9 er nú í ströngum tæknilegum prófunum. Það er gaman sjá hvað framsækin og fáguð hönnun er áberandi, jafnvel í felulitum.

EV9 hefur verið í stöðugri þróun síðastliðinn tvö ár og mun setja ný viðmið fyrir aðra rafmagnsjeppa þegar kemur að hönnun, frammistöðu, drægi, aksturseiginleikum, tækni og þægindum. Allir eiginleikar bílsins eru prófaðir í þaula í sérstakri tilraunarstöð Kia í Suður Kóreu.

Kia EV9

EV9 verður næsta flaggskip Kia og mun feta í fótspor forvera síns, EV6 sem hefur farið sigurför um allan heim síðan hann var frumsýndur á síðasta ári.

Þessi fyrsti alrafmagnaði, sjö manna jeppi frá Kia verður frumsýndur í byrjun næsta árs.

Kia EV9