Magnaðar myndir af Kia EV9
Kia EV9 er nú í ströngum tæknilegum prófunum. Það er gaman sjá hvað framsækin og fáguð hönnun er áberandi, jafnvel í felulitum.
EV9 hefur verið í stöðugri þróun síðastliðinn tvö ár og mun setja ný viðmið fyrir aðra rafmagnsjeppa þegar kemur að hönnun, frammistöðu, drægi, aksturseiginleikum, tækni og þægindum. Allir eiginleikar bílsins eru prófaðir í þaula í sérstakri tilraunarstöð Kia í Suður Kóreu.