20. jan. 2022

Mercedes-Benz Citan valinn Sendibíll ársins 2022

Mercedes-Benz Citan og Renault Kangoo deildu með sér sigrinum á International Van of the Year 2022 verðlaununum sem afhent voru í Lyon í Frakklandi um helgina.

Mercedes-Benz Citan valinn Sendibíll ársins 2022

Báðir bílarnir deila því nafnbótinni Sendibíll ársins 2022. Verðlaunin, sem voru nú haldin í 30. skipti, þykja ákaflega eftirsótt í atvinnubílaheiminum.

Merki IVOTY

Ný kynslóð Volkswagen Caddy varð í öðru sæti í valinu og Toyota Proace City hafnaði í þriðja sæti. Þetta er í fjórða skipti sem sendibíll frá Mercedes-Benz sigrar á International Van of the Year 2022 verðlaununum.

,,Við erum afar ánægð og stolt að hinn nýi Mercedes-Benz Citan fái þennan mikla heiður að vera valinn sendibíll ársins ásamt Renault Kangoo. Citan hefur verið endurhannaður af atvinnumönnum fyrir atvinnumenn. Citan er mjög fjölhæfur sendibíll og allar útgáfur bílsins hafa öflugan þæginda- og öryggisbúnað sem og mjög góða aksturseiginleika. Hann er verðugur meðlimur atvinnubílafjölskuldu Mercedes-Benz".
Marcus Breitschwerdt, forstjóri Mercedes-Benz Vans

Nýr Citan hefur marga hæfileika og það kemur því ekki á óvart að hann hafi náð toppsætinu í valinu á sendibíl ársins 2022. Hann er nettur að utan en um leið með rúmgott hleðslu- og ökumannsrými. Hann sameinar mikla burðargetu og lipra aksturseiginleika. Þægilegt bílstjórasætið og fjölmargir möguleikar til að laga bílinn að verkefninu hverju sinni auðvelda bílstjóranum vinnuna.

Mercedes-Benz Citan í borginni