7. feb. 2024

Kia EV9 vinnur til verðlauna á Women's Worldwide Car of the Year

Valinn sigurvegari af 62 gerðum í flokki SUV-bíla af 75 kvenkyns bílablaðamönnum

Nýr-EV9-Kia-GT-line

Kia EV9 fékk lof fyrir einstaka straumlínulögun, hönnun, tækni og hleðslugetu.

Þessi árangur fylgir í kjölfar ítarlegs mats á þeim 62 gerðum sem tóku þátt í ár, þar sem Kia EV9 skar sig úr fyrir einstök afköst á ýmsum sviðum, svo sem fyrir öryggi, akstursupplifun, tækni, þægindi, sparneytni, umhverfisáhrif og hagkvæmt verð. Þessi viðurkenning styrkir enn frekar orðspor Kia EV9 sem leiðandi gerðar í flokki stórra SUV-rafbíla.

Dómnefnd 75 kvenkyns bílablaðamanna frá 52 löndum í fimm heimsálfum lagðist í ítarlegt matsferli. Matsferlið samanstóð af prufukeyrslu, ítarlegri greiningu og ströngum rannsóknum til að velja sigurvegara í fimm flokkum: SUV-bíll, fjölskyldubíll, stór bíll, sérhannaður bíll og fjórhjóladrifinn bíll og pallbíll.

Í fyrstu umferðinni skaraði Kia EV9 fram úr fyrir einstaka straumlínulögun, nýstárlega hönnunareiginleika, framúrskarandi tækni, tvíátta hleðslugetu og 800 volta leifturhleðslukerfi. Dómnefndin lagði einnig áherslu á hagkvæmt verð EV9 sem skákar öðrum bílum í sama flokki.

Kia-EV9-Ísland
Yfir 541 km drægni og leifturhröð hleðslugeta.

EV9 sameinar styrk SUV-bíls, framúrstefnulegt útlit rafbíls og framúrskarandi tækni, sem færir honum leiðtogastöðu í flokki SUV-bíla. EV9 er byggður á E-GMP undirvagninum (Electric Global Modular Platform) og tryggir sportleg afköst og yfir 541 km drægni á rafmagni (WLTP-prófun). Leifturhröð 800 volta hleðslugeta gerir honum kleift að ná allt að 239 km drægni á aðeins 15 mínútum.

Viðurkenning Kia EV9 á WWCOTY-verðlaununum árið 2024 sýnir áherslu Kia á að búa til bíla sem höfða til fjölbreyttra sjónarmiða og óska. Þessi verðlaun sýna alþjóðlegar vinsældir EV9 og hversu vel hann nær til kvenna um allan heim.

EV9, ásamt fjórum öðrum sigurvegurum í sínum flokkum, mun halda áfram í lokaumferð matferlisins til að ákvarða aðalsigurvegara verðlaunanna Women‘s Worldwide Car of the Year.

Aðalsigurvegari WWCOTY-verðlaunanna verður tilkynntur 8. mars, á baráttudegi kvenna.

Skoða Kia EV9