Um 10 þúsund eigendur rafbíla voru spurðir út í ýmislegt sem viðkemur rafbílum þeirra m.a. drægni, kostnað og akstursánægju. Kia e-Niro var með hæstu einkunn allra bíla í könnuninni sem þykir ein virtasta áreiðanleikakönnunin í bílageiranum. Kia Motors var einnig í efsta sæti í áreiðanleikakönnun J.D. Power yfir bílasmiði í magnsölu.
Kia e-Niro er hreinn rafbíll með engan útblástur. Bíllinn er með 64 kWh lithium rafhlöðu sem skilar drægni upp á alls 455 km í blönduðum akstri og allt að 615 km í borgarakstri samkvæmt mælingum WLTP. Rafmótorinn skilar alls 204 hestöflum og 395 Nm í togi. Bíllinn er aðeins 7,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. Rafhlaðan er undir farangursrýminu sem myndar lágan þyngdarpunkt og tryggir hámarks stöðugleika og akstursánægju.