Allar bílasölur á K7 - bílaplani ætla í samstarfi að fagna haustinu almennilega með haustdögum.
Fimmtudaginn 21. september verður opið til kl. 20 á Krókhálsi 7.
Boðið verður upp á pylsur og gos fyrir gesti milli kl. 17-20 á meðan að birgðir endast.
Föstdag verður opið frá kl. 9-17 og laugardag kl. 12-16
Hægt verður að gera frábær kaup á notuðum bílum á einu stærsta og litríkasta bílaplani landsins.
Á K7 hafa Askja notaðir bílar, Bílaland, Bílamiðstöðin, Bílabankinn og Hyundai notaðir komið sér fyrir á yfir 23.000 fm glæsilegu sýningarsvæði sem rúmar yfir 800 bíla.
Komdu og skoðaðu ótrúlegt úrval notaðra bíla!
Við tökum vel á móti þér á Krókhálsi 7.