Bíllinn sem er fjórhjóladrifinn er hannaður af Mercedes-Benz og framleiddur í nýrri verksmiðju smart í Kína.
Concept #1 hefur vakið mikla athygli á sýningunni og var samningur Öskju og smart undirritaður á fyrsta degi sýningarinnar sem stendur yfir til 12. september. Bifreiðin sem kynnt var í Munich er nálægt endanlegri framleiðsluútfærslu þó svo að um hugmyndabíl sé að ræða.
Margir kannast við vörumerkið smart en fyrstu smart bílarnir komu á markaðinn í Evrópu árið 1997. Nafnið smart varð til í samstarfi úraframleiðandans SWATCH og Mercedes-Benz og stendur fyrir Swatch Mercedes ART.
Í lok árs 2019 var það tilkynnt að Mercedes-Benz og Geely einn stærsti bílaframleiðandi Kína myndu hefja samstarf í þróun og framleiðslu Smart. Félögin eiga sitthvor 50% hlutdeildina í fyrirtækinu og markmiðið er að ná fram því besta frá hvorum heimi. Þannig leggur Mercedes-Benz til hönnun að innan og utan en Geely leggur til framleiðsluþekkingu og verksmiðjur.