Viltu vinna á einu fullkomnasta bifreiðaverkstæði landsins?
Við hjá Öskju óskum eftir að ráða öfluga bifvélavirkja til starfa í samheldið teymi á Sendibílaverkstæðið okkar. Boðið er upp á úrvals vinnuaðstöðu til þjónustu og viðgerða í nýuppgerðu húsnæði Öskju við Krókháls í Reykjavík.
Þér býðst tækifæri til að vinna með einu fremsta vörumerki heims í bílaiðnaðinum, en við erum þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia og Honda. Markmið okkar er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Öll almenn viðhalds-, greiningar- og viðgerðarvinna
- Meðhöndlun bilanagreina
- Þrif og frágangur á verkstæði
Hæfniskröfur:
- Sveinspróf í bifvélavirkjun
- Reynsla af vinnu á verkstæði kostur
- Samstarfs- og samskiptahæfni
- Rík þjónustulund og jákvætt viðmót
- Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og mikil skipulagshæfni
- Góð íslensku- eða enskukunnátta
- Almenn tölvukunnátta og geta til að tilkeinka sér tækninýjungar
- Ökuréttindi
Af hverju Askja?
Askja leggur áherslu á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Það gerum við með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi til að geta veitt viðskiptavinum afburðaþjónustu. Áhersla er lögð á opin og uppbyggileg samskipti. Leitað er lausna og jákvæðni höfð að leiðarljósi. Öflugt starfsmannafélag er hjá Öskju og reglulegir viðburðir og skemmtanir.
Nánari upplýsingar um starfsumhverfið: https://www.askja.is/viltu-vinna-sem-bifvelavirki-hja-oskju
Í anda jafnréttisstefnu Öskju hvetjum við öll áhugasöm til að sækja um; óháð kyni.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Óskar Guðnason verkstjóri mog@askja.is
Umsóknarfrestur frá:30.01.2023
Umsóknarfrestur til:31.08.2023