Sumarstarf - þjónusturáðgjafi verkstæðismóttöku

Við leitum að þjónustuliprum og ábyrgum aðila til að sinna samskiptum og ráðgjöf til viðskiptavina Kia og Honda. Um er að ræða sumarafleysingastarf

Helstu verkefni:

  • Samskipti og móttaka viðskiptavina
  • Ráðgjöf og tilboðsgerð
  • Samvinna við þjónustuteymi verkstæðis

Hæfniskröfur:

  • Rík þjónustulund og mikla samskiptafærni
  • Færni í teymisvinnu
  • Reynsla af sambærilegum störfum
  • Þekking á bílum kostur
  • 20 ára aldurstakmark

Af hverju Askja?

Askja leggur áherslu á að skapa menningu sem einkennist af gleði, samvinnu og sveigjanleika. Það gerum við með því að veita starfsfólki stuðning og skapa því umhverfi til að geta veitt viðskiptavinum afburðaþjónustu. Áhersla er lögð á opin og uppbyggileg samskipti. Leitað er lausna og jákvæðni höfð að leiðarljósi. Öflugt starfsmannafélag er hjá Öskju og reglulegir viðburðir og skemmtanir.

Í anda jafnréttisstefnu Öskju hvetjum við alla áhugasama til að sækja um; óháð kyni.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Hákon Jónas Gylfason Þjónustustjóri hjg@askja.is

Umsóknarfrestur frá:07.04.2025
Umsóknarfrestur til:20.04.2025

Sækja um