Ert þú handlagin(n) og elskar bíla?

Við óskum eftir starfsmanni á fólksbílaverkstæði Kia og Honda. Boðið er upp á úrvals vinnuaðstöðu til þjónustu og viðgerða í nýlegu húsnæði Öskju við Krókháls í Reykjavík.

Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia og Honda. Markmið okkar er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Dráttarbeisli og upphækkanir
  • Ísetningar og viðgerðir á framrúðum
  • Önnur tilfallandi verkefni

Hæfniskröfur:

  • Sveinspróf í bifvélavirkjun/bifreiðasmíði er kostur
  • Reynlsa af bílaviðgerðum
  • Samstarfshæfni, rík þjónustulund og jákvætt viðmót
  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og mikil skipulagshæfni
  • Góð enskukunnátta
  • Almenn tölvukunnátta
  • Ökuréttindi

Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:00-17:00 og föstudaga frá kl. 08:00-14:45. Um er að ræða 100% framtíðarstarf.

Umsóknarfrestur er til og með 22. janúar nk. Eingöngu er tekið við umsóknum á vefsíðu Öskju: https://www.askja.is/storf-i-bodi

Umsóknarfrestur frá:11.01.2023
Umsóknarfrestur til:05.02.2023

Sækja um