Bifvélavirkjar

Vegna aukinna umsvifa óskum við eftir færum bifvélavirkjum til starfa. Í boði eru spennandi störf hjá öflugu þjónustufyrirtæki í fremstu röð.

Boðið er upp á úrvals vinnuaðstöðu til þjónustu og viðgerða í húsnæði Öskju við Krókháls í Reykjavík.

Hjá Öskju starfar vel þjálfaður og öflugur hópur starfsfólks, en virk þjálfun og endurmenntun starfsfólks er í samræmi við gæðastaðla birgja. Askja er sölu- og þjónustuumboð fyrir Mercedes-Benz, Kia og Honda. Markmið okkar er að vera leiðandi í þjónustu til viðskiptavina og skapa starfsumhverfi sem byggir á metnaði, fagmennsku, heiðarleika og gleði.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Almenn viðhalds og viðgerðarvinna
  • Þjónustuskoðanir
  • Meðhöndlun bilanagreina
  • Þrif og frágangur á verkstæði

Hæfniskröfur:

  • Sveinspróf í bifvélavirkjun
  • Samstarfs- og samskiptahæfni. Rík þjónustulund og jákvætt viðmót
  • Sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum og mikil skipulagshæfni
  • Góð enskukunnátta, lesin, skrifuð og töluð og vilji til að læra íslensku
  • Almenn tölvukunnátta og geta til að tileinka sér tækninýjungar
  • Ökuréttindi

Vinnutími er mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:00-16:00 og föstudaga frá kl. 08:00-14:45. Um er að ræða 100% framtíðarstörf.  

Umsóknarfrestur frá:04.01.2022
Umsóknarfrestur til:01.09.2022
Hafa samband:Berglind Bergþórsdóttir

Sækja um