Verkstæði og þjónusta Kia flytur á Krókháls 13

Mánudaginn 18. febrúar flytur verkstæði, vara- og aukahlutafgreiðsla Kia ásamt verkstæðismóttöku yfir í nýtt húsnæði Kia á Krókhálsi 13.

Öll sala og þjónusta fyrir Kia eigendur er þar með komin á einn stað.

Nýtt bílaverkstæði Kia er enn stærra og búið öllum nýjasta og fullkomnasta búnaði sem völ er á. Þá eru bílaþrif, hjólbarðaþjónusta, hjólbarðahótel, hraðþjónusta, glerhúðunarmeðferð fyrir lakk og framrúðuskipti meðal spennandi nýjunga í þjónustu Kia.

Boðið er upp á lánsbíla á sanngjörnu verði fyrir viðskiptavini bílaverkstæðisins. Líkt og áður bjóðum við skjóta og skilvirka afgreiðslu varahluta, notalega móttöku og skutlþjónustu fyrir viðskiptavini.

Starfsfólk Öskju hlakkar til að taka á móti Kia eigendum í þessu glæsilega húsnæði um ókomin ár.

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.