Vegleg Mercedes-Benz bílasýning

Vegleg Mercedes-Benz bílasýning

Bílaumboðið Askja mun halda veglega bílasýningu á morgun laugardag kl. 12-16 í höfuðstöðvum fyrirtækisins að Krókhálsi 11. Allur bílafloti Mercedes-Benz verður til sýnis en stjarna sýningarinnar er nýr og breyttur S-Class lúxusbíll sem verður kynntur í fyrsta skipti á Íslandi. Einnig verða A-Class, CLA og GLA í forgrunni á sýningunni.

S-Class er flaggskip Mercedes-Benz og talinn tæknivæddasti fjöldaframleiddi bíllinn í heiminum. S-Class er mjög vel búinn lúxusbíll og þægindi eru eins og best verður á kosið. Bíllinn er gríðarlega vel búinn aksturs- og öryggiskerfum og með hátæknivæddan búnað sem gerir það að verkum að bíllinn getur stýrt sér að miklu leyti sjálfur þótt ökumaður sitji vissulega í ökumannssætinu og passi upp á að allt sé í lagi. Bíllinn getur einnig lagt sjálfur í stæði. Aðalmunurinn á nýjum S-Class liggur undir húddinu en bíllinn hefur fengið nýjar vélar bæði í bensín- og dísilútfærslum. Þá verður einnig í boði Plug-in Hybrid útfærsla af S-Class.

 

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.