Jeppasýning Öskju

Jeppasýning Öskju

Næstkomandi laugardag blásum við til jeppasýningar frá klukkan 12 – 16. Við ætlum að sýna Mercedes-Benz og Kia jeppa og jepplinga af öllum stærðum og gerðum. Veglegur kaupauki fylgir öllum staðfestum kaupum á jeppum þennan dag.

Úr Kia deildinni sýnum við Kia Sorento Arctic Edition og Kia Sportage sem báðir hafa verið mjög vinsælir. Kia Sorento Arctic Edition er breytt útfærsla af hinum hefðbundna Sorento. Hann er upphækkaður, með lengda dempara og kemur á sérstökum 32“ heilsársdekkjum. Bíllinn er 200 hestöfl, með 24 cm veghæð og 2ja tonna dráttargetu. Eins er hann fáanlegur 7 manna eins og hinn sígildi Kia Sorento.

Úr hinni breiðu Mercedes-Benz línu sýnum við GLA, GLC, GLE og GLS. Að auki verður hinn magnaði G-Class jeppi sýndur sem og Coupé útfærslur af GLC og GLE. Mercedes-Benz jepparnir eru allir búnir hinu hátæknivædda 4MATIC fjórhjóladrifskerfi sem elskar snjó og íslenskar aðstæður

Boðið verður upp á 25% afslátt af öllum aukahlutum og þurrkublöðum á meðan sýningu stendur.

Vefsíða Kia

Vefsíða Mercedes-Benz

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.