Askja tekur þátt í WOW Cyclothon

Askja tekur þátt í WOW Cyclothon


Eins og á síðasta ári mun Bílaumboðið Askja taka þátt í hjólreiðamótinu WOW Cyclothon. Mercedes-Benz er einn af helstu styrktaraðilum mótsins. Mercedes-Benz útvegar fjóra bíla fyrir keppnina og munu þeir þjóna markvíslegum tilgangi á leiðinni. Einn bíllinn er t.d. þjónustubíll í samstarfi með GÁP fyrir keppendur, annar er dómarabíll og þá verða tveir bílar notaðir fyrir myndatökur. Askja sendir auk þess keppnisliðið #teamaskja til leiks í mótinu.

Í fyrradag var haldinn liðstjórafundur í Öskju þar sem keppnisgögn voru afhent. Um 300 manns mættu á fundinn og var mikil stemning í salnum. WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin hófst í gær og hóf #teamaskja keppni kl 18. Gert er ráð fyrir því að fyrstu lið munu mæta í mark um kl 6 að morgni 17. júní. Markmiðið hjá #teamaskja er að klára keppnina á rétt rúmlega 40 klukkustundum. Liðið ætti því að koma í mark um hádegi þann 17. júní.

Í ár renna áheitin til Hjólakarfts en samtökin Hjólakraftur voru stofnuð af Þorvaldi Daníelssyni til að hjálpa börnum og unglingum sem höfðu á einn eða annan hátt orðið undir í baráttunni við lífstílssjúkdóma og ekki fundið sig í hópíþróttum. Áheitanúmer #teamaskja er 1171.

Þessi síða notar fótspor (e. cookies) vegna nauðsynlegrar virkni hennar og til að safna tölfræðigögnum með þeim tilgangi að gera síðuna betri.